Fótósjoppuð fegurð

Afmyndaður

Útlitsviðmiðin sem yfirtekið hafa sjóntaugar okkar frá síðum Lífs og Dauða blaðanna og Frægðar og Fegurðar blaðanna eru afskræmd. Ekki er nóg með að langt innan við eitt prósent kvenna og karla hafi útlit sem er eitthvað nálægt þeim heldur þarf meira að segja að "fótósjoppa" þessi fáu prómill sem nothæf eru til ljósmyndunar svo mikið að þau verða óþekkjanleg. (Fyrir þá sem ekki þekkja þá er sögnin að fótósjoppa dregin af ljósmyndaforritinu Photoshop sem er notað til að vinna með ljósmyndir.)

Raunveruleikinn er horfinn út í veður og vind og löngun okkar til að vera samþykkt af sjóntaugum samferðamanna mögnuð upp í eftirsókn eftir því ófáanlega. Samkvæmt könnun hugsar ÞRIÐJUNGUR breskra kvenna ALLAN DAGINN um að útlit þeirra sé ekki nógu gott. Væri gaman að vita hvort kæmu svipaðar niðurstöður úr sambærilegri könnun hér á landi. Samkvæmt minni reynslu, sem líklega er ekki nógu víðtæk til að teljast marktæk, þá myndi ég halda að ástandið hér sé svipað. Ég læt liggja á milli hluta alhæfingar um fegurð íslenskra kvenna og/eða ófríðleika breskra.

Á venjulegri forsíðumynd á venjulegu tímariti er búið að breyta meira og minna öllu sem hægt er að lagfæra eitthvað í Photoshop. Ef þú ferð á slóðina:  http://demo.fb.se/e/girlpower/retouch/  geturðu skoðað eitt dæmi um svona vinnu. Smelltu á Retouch og skoðaðu þar hvað gert hefur verið lið fyrir lið við þessa forsíðustúlku Metropolitan. Átt hefur verið við augu, tennur, nef, kinnbein, kjálka, skugga, hár, bol, brjóst, mitti og lit á bol. Útaf fyrir sig er auðvitað snilld að geta gert þetta en spurningarnar sem vakna eru:

Hvaða áhrif hefur það á sjálfsmynd kvenna að horfa á þúsundir eða tugþúsundir slíkra mynda?

Er í góðu lagi að (ungar) stúlkur/konur alist upp við óraunhæf útlitsviðmið?

Almennt verð ég síðan að segja að mér finnst anorexíubeinagrindur sem sýna tískuföt í dag vera ótrúlega lausar við kynþokka og sumar allt að því ógeðslegar í útliti. Kannski er kenningin um hommahönnuðina sem þær eiga að höfða til rétt. Hvað um það, dýrkun fegurðar, fjármuna og frægðar er löngu komin út í öfgar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð nú að segja að mér finnst myndin af þér sem fylgir með bara lagleg. Ekki er ég eins og þessar bresku konur sem þú ert að tala um. En þetta er alveg satt hjá þér. Það er alltaf verið að segja fólki hvernig það á að líta út og hvenær það er gjaldgengt. Ekki flókið að koma inn hugmyndum hjá fólki um að það sé ómögulegt. Á sjálfsagt jafnt við um karla og konur. Sjáumst glöð, Maggan þín

Magga (IP-tala skráð) 24.4.2006 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Íhugun JBH

Höfundur

Jón Baldvin Hannesson
Jón Baldvin Hannesson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband