Pólitík og þjónustulund

Froskaspegill
Gaman þessa dagana að íhuga afstöðu þeirra sem leggja sig alla fram um að komast á lista hinna ýmsu stjórnmálaflokka og taka sæti á hinu háa Alþingi. Þessar atvinnuumsóknir eru mér eilíft undrunarefni, ekki síst vegna þess að þær kosta iðulega margar milljónir króna (þótt misjafnt sé eftir flokkum og kjördæmum), miklar fórnir í tíma og óendanlega mikla umræðu um eigið ágæti því alla jafna er það einstaklingsmunur sem höfðað er til en ekki skoðana-/áherslumunur. Og til hvers er leikurinn gerður? Hverju sækjast menn eftir? Ég hélt alltaf að þingmannsstarfið væri þjónusta við samborgarana og samfélagið, rétt eins og þátttaka í sveitarstjórnarmálum. Menn væru að leggja eitthvað af mörkum fyrir aðra. En ég hlýt að vera að misskilja eitthvað. Og svo sem ekki í fyrsta skipti. En Þráinn, vinur minn, Bertelsson gerði mér grein fyrir því hvað væri á ferðinni í grein í Fréttablaðinu á laugardaginn: "Ef þjóðin ætti að sækja sér næringu í þá froðu sem vellur upp úr stjórnmálamönnum á öndverðum kosningavetri þá þætti mönnum sem hungursneyð væri brostin á og hætt við að þorri kjósenda væri fallinn úr andlegri ófeiti löngu fyrir kosningar. Það er greinilegt að stjórnmálaflokkar sem í árdaga voru hugsaðar sem uppeldisstöðvar fyrir nýstárlegar og framsæknar hugmyndir eru staðnaðir og steinrunnir og hafa ummyndast í útungunarstöðvar fyrir framapotara. Þetta er alvarlegt mál. Þetta þyrftu fjölmiðlar að skoða - fyrir hönd fólksins í landinu sem á betra skilið en fitusnautt og sykurskert froðusnakk....gaman væri samt að fjölmiðlar gerðu eina og eina tilraun til að toga eitthvað af viti upp úr stjórnmálamönnum um markmið sem þeir stefna að og leiðir sem þeir vilja fara....Prófkjörsframbjóðendur um þessar mundir virðast hafa fengið viðvaranir um það frá auglýsingastofum að forðast eins og heitan eldinn að minnast á hugsjónir eða stefnumál. Af hverju að láta hanka sig á einhverju sem hægt er að deila um þegar maður getur náð hámarksárangri með merkingarlausu slagorðaglamri?...."Samstaða til sigurs!"..."Kraftur til framtíðar!"...Hver er á móti samstöðu? Hver er á móti krafti? En þessi ágætu orð segja mér ekki nokkurn skapaðan hlut um hvers megi vænta af þessum frambjóðendum ef þeir fá umboð frá almenningi - þá fá þeir óútfyllt umboð, umboð til að gera það sem þeim sjálfum sýnist. Þeir hafa engu lofað nema "krafti" og "samstöðu". Næringarsnautt slagorðasúpugutl. Nógu gott fyrir heimskan pöbulinn. Diet-pólitík." Og við þetta má síðan bæta spurningum um hver borgar brúsann. Eru menn í alvöru að greiða sjálfir milljónir króna fyrir þingsæti? Eða eru þeir skuldbundnir einhverjum öðrum sem greiða brúsann? Ekki eru þeir skuldbundnir skoðunum eða kjósendum, svo mikið er víst. Kannski hef ég bara vanmetið þjónustulund þeirra? Hver veit. Kannski eru þeir prinsar í álögum? Og þá borgar sig að prófa að kyssa þá.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Íhugun JBH

Höfundur

Jón Baldvin Hannesson
Jón Baldvin Hannesson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband