Blúsinn og hinn eilífi tvöfaldleiki lífsins.

2995hlatrartrio.jpg
Er blúsinn músík depurðar eða gleði? Glefsur úr viðtali við Halldór Bragason í tímariti Mbl. 9. apríl 2006.
Kristján fjallaskáld var auðvitað ekkert annað en blúsari. "Yfir kaldan eyðisandm einn um nótt ég sveima, nú er horfið Norðurland, nú á ég hvergi heima." Þetta er hreinræktaður blús.
Við getum fundið upp nýjan stjörnusjónauka þar sem við sjáum til endimarka veraldar en maðurinn sem horfir í hann er með sömu tilfinningar og fyrir tvö þúsund árum, þegar Rómarveldi var og hét. Þótt umgjörðin sé önnur hafa tilfinningar mannanna ekkert breyst.... Hraðinn er svo mikill í nútímanum að það hefur ekki nokkur maður tíma til að staldra við og hlusta á vindinn. Það þarf átak til að vera í tengslum við sjálfan sig. Þegar við áttum okkur á staðreyndum getum við hlegið að þeim og verðum frjáls í leiðinni. Þess vegna er blúsinn múskík hamingjunnar.... (og svo eftir umfjöllun um áfall vegna sonarmissis)...Það er merkilegt hvað mannskepnan getur risið hátt - verið nánast eins og guðleg vera - og hvað hún getur lagst lágt. Það er hinn eilífi tvöfaldleiki lífsins. Ég reyni að staðsetja mig í miðjunni og horfa til beggja átta. Hið góð og hið jákvæða er mér þó jafnan ofar í huga. Það er val að vera jákvæður og koma auga á möguleikana. Það val er ég að reyna að iðka núna. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir þessu vali. Maður getur valið kvölina og eymdina en líka gleðina og jákvæðnina. Mín tilfinning er sú að að ljóstíran sé alltaf til staðar. Húmorinn er manninum líka nauðsynlegur. Ef þú horfir bara á okkur, mannkynið, þá blasir við að Guð hlýtur að vera mikill húmoristi....Ég hef komist að sömu niðurstöðu og John Lennon: Kærleikurinn er það eina sem skiptir máli. "All you need is love"
(Svo mörg voru þau orð.)
Er eitthvert okkar laust við glímuna við hinn eilífa tvöfaldleika lífsins - togstreituna milli hins góða og hins vonda innra með okkur - togstreituna milli gleðinnar og depurðarinnar? Við Magga eigum 13 ára brúðkaupsafmæli í dag. Þegar ég hugsa til baka verð ég stundum smeikur um að kærleikurinn og gleðin hljóti að taka enda, skammturinn sé búinn. Eitthvað hjálpar okkur að njóta og vera þakklát. Er mögulegt að við getum valið þetta áfram? Er það í samræmi við staðalímyndina að hjón á sextugs aldri segi hverju öðru oft á dag að þau elski hvort annað? Eða hlæi að vitleysunni sem fylgir þeim sjálfum og öðrum? '''Lukkan lét okkur í té álíka gálgahúmor og galsaskap, húmor sem hjálpar til við að takast á við tvöfaldleika lífsins. Þökk sé henni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn! Jóda

Elín Valgerður Margrétardóttir (IP-tala skráð) 10.4.2006 kl. 21:44

2 identicon

verð nú bara að skrá athugasemd við þessa fallegu fjölskyldumynd...mikið hlógum við ótrúlega mikið þennan morgun:)og til hamingju með daginn ykkar mömmu ykkar líka;)

Kristjana (IP-tala skráð) 10.4.2006 kl. 21:45

3 identicon

Hjartað mitt. Loksins get ég skrifað athugasemd hjá þér. Hugsaðu þér 13 ár í hjónabandi. Þau hafa öll verið svo góð og skemmtileg. Ég er þakklát fyrir það að eiga þig fyrir besta vin, geta hlegið með þér og grátið. Já hjón á sextugsaldri, Mér er sama um staðalímyndir og segi þér eins oft á dag að ég elski þig og mig langar til. Ég elska þig og er forsjónini þakklát fyrir að þú hafir synt á mig fyrir svvvoo mörgum árum :-) alltaf, Maggan þín

Maggan þín (IP-tala skráð) 11.4.2006 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Íhugun JBH

Höfundur

Jón Baldvin Hannesson
Jón Baldvin Hannesson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband