Jón er kominn heim!

Nonni með nýja makkann!

Fyrir nokkrum árum þurfti ég að hafa samband við Apple búðina á Íslandi vegna FileMaker forritsins sem ég var að vinna með. Þá barst í tal að ég hefði áður verið með Makka en hefði verið með PC tölvur undanfarin ár og ekki alltaf verið ánægður með þær. Sá sem afgreiddi mig sagði ósköp yfirvegað: "Þú kemur aftur heim!"

Og hann hafði rétt fyrir sér. Ég er kominn heim!

Eftir miklar þrengingar með litvinnslu ljósmynda og ómælda tímaeyðslu í að reyna að vinna mig útúr því gafst ég upp. Ég fór og keypti mér 24" iMac, með nýja duo örgjörvanum og 2 gig vinnsluminni. Ég er rétt að byrja að vinna í henni svo auðvitað á eftir að reyna almennilega á hana. En mér líst afskaplega vel á gripinn. Og pabbi, sem var í heimsókn um helgina, gat ekki á heilum sér tekið. Var alveg friðlaus því hann langaði svo í eins vél.

Fyrir það fyrsta, og það sem allra mestu máli skiptir, þvílíkur skjár, þvílíkir litir!! Stærðin er auðvitað eitt, 24" er dásamlegt vinnusvæði, en það er ekki síður allt hitt:

-öll hönnun innan sem utan sem vekur aðdáun

-stýrikerfið er þjált og þægilegt og laust við vírusa og krass

-vinnslan er hraðari og öruggari miðað við sömu stærðir (mb, gig...)

-tölvan og skjárinn eru eitt, þe. skjárinn er nokkurra sentimetra þykkur og þar í er allur vélbúnaður og diskadrif/skrifari líka

-hvít og falleg er hún á nettum fæti sem skjárinn veltur á eftir þörfum

-svo að segja hljóðlaus, sérstaklega miðað við hávaðabelginn sem ég hef verið með

-eina snúran úr henni er í rafmagnið, lyklaborð og mús eru þráðlaus

-fjarstýring fylgir fyrir notkun tónlistar og sjónvarps (keypti reyndar ekki sjónvarpskort strax)

-kaupa má veggfestingu til hengja hana á vegg og nota sem auka sjónvarp, td. í svefnherbergi, nú eða láta hana bara standa á sínum fæti á góðu borði!

-mörg samhæfð forrit gera þér kleift að vinna saman myndir, tónlist og texta og allt er frekar þjált og þægilegt í vinnslu;

og svona mætti áfram halda.

Í dag er ég glaður. Ég er kominn heim!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, velkominn heim Jón.. Má maður búast við heimatilbúnum jóla og afmælisgjöfum næstu árin? Hehe ;) Kv.Fjóla

Fjóla Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 17:31

2 identicon

já velkomin heim í þennan líka góða heim okkar makka eigenda...mikið er ég glöð að fá þig loksins í hópinn..aftur:) Kv. Kristjana

Kristjana Pálsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 22:07

3 identicon

já velkomin heim í þennan líka góða heim okkar makka eigenda...mikið er ég glöð að fá þig loksins í hópinn..aftur:) Kv. Kristjana

Kristjana Pálsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 22:08

4 identicon

já velkomin heim í þennan líka góða heim okkar makka eigenda...mikið er ég glöð að fá þig loksins í hópinn..aftur:) Kv. Kristjana

Kristjana Pálsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 22:08

5 identicon

já velkomin heim í þennan líka góða heim okkar makka eigenda...mikið er ég glöð að fá þig loksins í hópinn..aftur:) Kv. Kristjana

Kristjana Pálsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 22:09

6 identicon

já velkomin heim í þennan líka góða heim okkar makka eigenda...mikið er ég glöð að fá þig loksins í hópinn..aftur:) Kv. Kristjana

Kristjana Pálsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Íhugun JBH

Höfundur

Jón Baldvin Hannesson
Jón Baldvin Hannesson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband