11.4.2006 | 18:43
MURPHY'S LAW
Ekkert er eins auðvelt og það virðist vera. Allt tekur lengri tíma en þú heldur. Allt sem getur farið úrskeiðis fer úrskeiðis.
Það er útilokað að gera eitthvað imbahelt því imbar eru svo uppáfindingasamir. Allar lausnir fæða af sér ný vandamál. Varmafræði: Hlutir versna þegar þrýstingur eykst.
Heimspeki: Brostu%u2026 á morgun verður ástandið verra.
Tækni:
Skynsemi er kerfisbundin aðferð við að komast að rangri niðurstöðu og treysta henni.
Þegar eitthvað virðist vera algjörlega á hreinu finnur einhver álfur nýjan flöt á því.
Tækniheiminum er stjórnað af þeim sem stjórna því sem er þeim óskiljanlegt.
Segðu manni að í heiminum séu meira en 300 milljarðar stjarna og hann trúir þér. Segðu honum að bekkurinn sé nýmálaður og hann verður að snerta hann til að trúa þér.
Allt fer vel sem endar.
Fyrsta goðsögnin um stjórnun er að hún sé til.
Tölvur eru óáreiðanlegar en manneskjur eru enn óáreiðanlegri. Öll kerfi sem treysta á áreiðanleika mannsins eru óáreiðanleg.
Ást:
Enginn sem eitthvað er varið í er á lausu.
Því yndislegri sem einhver er því lengra í burtu er hann/hún.
Heili x Fegurð x Auðfáanleiki = Fasti
Hversu mikið þú elskar einhvern er í öfugu hlutfalli við hve mikið hann elskar þig.
Þú getur ekki keypt ást með peningum en þeir koma þér í góða samningsaðstöðu.
Allt hið besta í heiminum er ókeypis %u2013 og hverrar krónu virði.
Ef það virðist of gott til að vera satt, þá er það þannig.
Kynlíf tekur lítinn tíma en skapar mikinn vanda.
Þegar kona tekur að skilja manninn hættir hún venjulega að hlusta á hann.
Eiginleikarnir sem kona laðast að hjá manni eru þeir sömu og þolir ekki fáeinum árum síðar.
Kynlíf er arfgengt. Ef foreldrar þínir stunduðu það ekki eru allar líkur á að þú munir heldur ekki gera það.
Áður en þú nærð í fagran prins þarftu að kyssa ótal froska.
Elskaðu náungann en láttu ekki ná þér.
Maður getur verið hamingjusamur með konu, svo framarlega sem hann elskar hana ekki.
Brostu, það fær fólk til að íhuga hvað þú sért eiginlega að hugsa.
Gangið aldrei til hvílu reið, vakið og haldið áfram að rífast.
Ást er blekking sem gengur útá að ein kona sé annarri ólík.
Um bloggið
Íhugun JBH
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður Henrý. Jú, ég var skólastjóri í Síðuskóla á sínum tíma. Gaman að rekast á þig hér og takk fyrir ágætan vef. (styður að vísu ekki Opera vafrann með greinaskil en það stendur vonandi til bóta). Af hverju get ég ekki sent þetta inn, er búinn að reyna 3svar, en fæ svar um að netfangið sé vitlaust?
Jón Baldvin Hannesson, 13.4.2006 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.