7.4.2006 | 20:21
Hamingjuleitin
Að vera hamingjusamur merkir að njóta þess sem lífið hefur uppá að bjóða. Að vera hamingjusamur er hæfni eða færni sem hægt er að efla með sjálfum sér eða þjálfa. Í færninni felst nokkurn veginn tvennt. Í fyrsta lagi að setja sér markmið og ná þeim og í öðru lagi að njóta þess sem maður hefur þegar öðlast. Aðeins fáum tekst hið síðarnefnda.___ Hér er að nokkru leyti um innbyrðis mótsögn að ræða því það að setja sér markmið og stefna að þeim felur í sér óánægju með núverandi ástand. Hættan er því sú að ef maður sökkvir sér um of í markmiðin og vinnuna að þeim nái maður ekki að njóta þess sem maður hefur þegar öðlast. Iðulega finnst manni það svo sjálfsagt að það er ekki fyrr en við missum það, eða hluta þess, sem við íhugum hve mikils virði það er. Þannig er farið manni sem missir hluta af eigum sínum, vin eða fjölskyldumeðlim eða jafnvel heilsuna.___ Það krefst einbeitingar og íhugunar að njóta lífsins og augnabliksins. Þetta er í sjálfu sér útþvæld lumma en þó svo síung glíma. Maður þarf sífellt að beita sig aga til að temja sér þakklæti og gleði og læra að meta lífið.___Mörgum tekst þetta svo illa að þeir eru sífellt að bíða eftir aðstæðum sem geri þeim kleift að njóta lífsins. Þeir eru niðursokknir í að vinna að markmiðum sínum og sjá fyrir sér að þegar þeim verði náð þá verði þeir loks hamingjusamir. Þeir bíða eftir því að ná í maka, ljúka námi, eignast flottan bíl eða hús, börnin vaxi úr grasi eða vinningi í happdrættinu því að þá, loksins þá muni aðstæðurnar laða fram hamingjuna sem þeir hafa beðið eftir. En sú bið verður löng því það eru ekki aðstæðurnar sem valda hamingjunni heldur afstaða okkar, hugsunin sem við temjum okkur, listin að njóta augnabliksins.___
Hið eina sem er algjörlega nauðsynlegt til að njóta lífsins er að vera lifandi. Tilefnin til að þakka og vera ánægður eru í umhverfi okkar vesturlandabúa mun fleiri en þau sem hægt er að kvarta yfir. Samt sem áður eru ýmsir fastir í hugsunargangi sem líkja má við örbirgð. Þeir finna óendanlega mörg tækifæri til að kvarta og lýsa fjálglega hve ömurlega illa aðrir standa sig í að búa þeim góðar aðstæður. Þeir horfa ævinlega útávið, nöldra yfir nákomnum einstaklingum eða fjarlægum, skorti á réttlæti hjá samtökum, stofnunum og fyrirtækjum, lýsa lélegum pólitíkusum og samfélagi sem mismunar þegnunum og hlúir ekki að þeim. Þeir tala ætíð í fortíð, beita ásökunum, reiði, hneikslun og neikvæðni í stórum skömmtum. Þeir ræða sjaldnast um framtíðina, lausnir, umbætur eða hvað þeir sjálfir geti gert með jákvæðri afstöðu, uppbyggilegum markmiðu, lífsgleði eða bjartsýni. Þessum einstaklingum tekst að horfa framhjá öllu hinu góða og afstaða þeirra útilokar þá frá því að njóta lífsins.___
Þú hefur alltaf val um afstöðu þótt þú hafir iðulega ekki val um aðstæður. Þú hefur tækifæri til að temja þér óvirka afstöðu fórnarlambs sem ýtir undir eigin vansæld og annarra eða val um virka, uppbyggilega hugsun þess sem axlar ábyrgð á eigin lífi og tekst á við aðstæður af reisn og skilvirkni.___ Einfalt? Já. Auðvelt? Nei. Auðvitað ekki. Sérstaklega þegar aðstæðurnar verða krefjandi. En geri maður sér grein fyrir þessu og nái að skynja sjálfan sig og möguleika sína hlutlægt, líkt og horft sé úr fjarlægð, má stytta vanlíðunar- og örvæntingartímabil sem upp koma í lífi hvers manns. Auðvelda bataferlið þegar vonleysi hefur náð tökum á manni. Byrja fyrr að vera njóta lífsins aftur.
Hið eina sem er algjörlega nauðsynlegt til að njóta lífsins er að vera lifandi. Tilefnin til að þakka og vera ánægður eru í umhverfi okkar vesturlandabúa mun fleiri en þau sem hægt er að kvarta yfir. Samt sem áður eru ýmsir fastir í hugsunargangi sem líkja má við örbirgð. Þeir finna óendanlega mörg tækifæri til að kvarta og lýsa fjálglega hve ömurlega illa aðrir standa sig í að búa þeim góðar aðstæður. Þeir horfa ævinlega útávið, nöldra yfir nákomnum einstaklingum eða fjarlægum, skorti á réttlæti hjá samtökum, stofnunum og fyrirtækjum, lýsa lélegum pólitíkusum og samfélagi sem mismunar þegnunum og hlúir ekki að þeim. Þeir tala ætíð í fortíð, beita ásökunum, reiði, hneikslun og neikvæðni í stórum skömmtum. Þeir ræða sjaldnast um framtíðina, lausnir, umbætur eða hvað þeir sjálfir geti gert með jákvæðri afstöðu, uppbyggilegum markmiðu, lífsgleði eða bjartsýni. Þessum einstaklingum tekst að horfa framhjá öllu hinu góða og afstaða þeirra útilokar þá frá því að njóta lífsins.___
Þú hefur alltaf val um afstöðu þótt þú hafir iðulega ekki val um aðstæður. Þú hefur tækifæri til að temja þér óvirka afstöðu fórnarlambs sem ýtir undir eigin vansæld og annarra eða val um virka, uppbyggilega hugsun þess sem axlar ábyrgð á eigin lífi og tekst á við aðstæður af reisn og skilvirkni.___ Einfalt? Já. Auðvelt? Nei. Auðvitað ekki. Sérstaklega þegar aðstæðurnar verða krefjandi. En geri maður sér grein fyrir þessu og nái að skynja sjálfan sig og möguleika sína hlutlægt, líkt og horft sé úr fjarlægð, má stytta vanlíðunar- og örvæntingartímabil sem upp koma í lífi hvers manns. Auðvelda bataferlið þegar vonleysi hefur náð tökum á manni. Byrja fyrr að vera njóta lífsins aftur.
Um bloggið
Íhugun JBH
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.