Jörðin

earth_moon.jpg

Ef við reynum að hugsa jörðina og íbúa hennar aðeins eitt hundrað að tölu þá verður niðurstaðan þessi:

57 búa í Asíu, 21 í Evrópu, 14 í Ameríku (norður og suður) og 8 í Afríku.

52 eru konur og 48 karlar.

30 eru hvítir, 70 af öðrum litarhætti.

30 eru kristnir, 70 af öðrum trúarbrögðum.

6 eiga 59% allra auðæfa (allir frá USA), 80 eiga ekki viðunandi heimili, 50 þjást af næringarskorti, 70 eru ólæsir, 1 deyr, 2 fæðast, 1 á PC tölvu, 1 er háskólamenntaður.

Þessar tölur eru nokkurra ára gamlar og hafa kannski sumar breyst eitthvað örlítið en þegar hugsað er um jörðina í þessum hlutföllum virðist augljóst að þörf er fyrir breytingar, þörf fyrir samhug og skilning, menntun og útrýmingu misskiptingar.

Hafirðu vaknað frísk(ur) í dag ertu heppnari en sú milljón jarðarbúa sem ekki lifir af þessa viku. Hafirðu aldrei upplifað stríð, fangelsisvist, eða örvæntingu þeirra sem þjást af misþyrmingum eða sulti ertu heppnari en 500 milljónir manna. Getirðu sótt kirkju án hættu á að vera handtekinn eða jafnvel drepinn ertu heppnari en 3 milljarðar manna. Eigirðu mat í ísskápnum, föt að klæðast, þak yfir höfuðið og rúm að sofa í ertu ríkari en 75% allra jarðarbúa. Eigirðu pening í banka og smávegis í veskinu þá tilheyrirðu þeim 8% sem ríkastir eru. Lesirðu þessa hugleiðingu er blessun þín tvöföld því þú kannt að lesa og átt tölvu og tilheyrir litlum forréttindahópi jarðarbúa.

Vertu þakklát(ur) - það er grundvöllur hamingjunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Íhugun JBH

Höfundur

Jón Baldvin Hannesson
Jón Baldvin Hannesson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband