28.7.2006 | 01:41
Hættum að kaupa bandarískar vörur!
Mikið er maður ónýtur, situr bara hjá og lætur sem maður geti ekkert gert meðan fasistar í Ísrael myrða fjölda óbreyttra borgara í nafni sjálfsvarna. Dyggilega studdir af bandarísku fjármagni, milljörðum á milljarða ofan, og handónýtum og spilltum stjórnmálamönnum brjóta þeir gegn öllum siðferðilegum viðmiðum og alþjóðlegum sáttmálum. Hundsa trúarleg, siðferðileg og félagsleg gildi.
Sæjuð þið fyrir ykkur jafn aumingjalega framkomu og fullkomið ráðaleysi evrópskra ráðamanna ef þetta hefði verið öfugt, Palestínumenn væru að slátra almenningi í Ísrael með markvissum hætti?
Sætu íslenskir ráðamenn með hendur í skauti ef um kristna þjóð væri að ræða, ég tala nú ekki um evrópska?
Ég er fyrir nokkru síðan hættur að kaupa ísraelskar vörur. Nú hætti ég að kaupa bandarískar vörur. Það er það minnsta sem ég get lagt á vogarskálarnar. Ég veit að það munar ekkert um mig en ef nógu margir tækju sig til þá gætu áhrifin orðið mikil. Í dag er fjármagnið komið í stað hjartans hjá hinum vestræna heimi og ef við tökum höndum saman má beygja hvaða fasista sem er.
Hættum að styðja Ísrael og Bandaríkin með beinum og óbeinum hætti. Látum þá finna að okkur er ekki sama. Stöðvum vitfirringuna.
Myrkur getur ekki hrakið burt myrkur, einungis ljós getur gert það. Hatur getur ekki hrakið burt hatur, einungis kærleikur getur gert það. -Dr. Martin Luther King Jr.
SMELLTU Á FYRIRSÖGNINA EF ÞÚ TREYSTIR ÞÉR Í FLEIRI MYNDIR.
Um bloggið
Íhugun JBH
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.