3.4.2006 | 23:05
Vefur vanans I
"Vaninn er bestur þjóna en verstur herra". (Nathaniel Emmons)
Vaninn er vandmeðfarinn, bæði styrkur í honum og veikleiki. Venji maður sig á eitthvað gott eins og hæfilega hreyfingu og hollan mat er vaninn af hinu góða en venji maður sig á neikvæða hluti er hann verstur óvina.
Verst af öllu er að venja sig á neikvæðar hugsanir, vantrú á sjálfan sig eða jafnvel oftrú, vandlætingu í garða annarra, nöldur, tilætlunarsemi eða vanþakklæti. Best er þegar manni tekst að temja sér þakklæti, bjartsýni og gleði, trú á að maður sé virkur áhrifavaldur í eigin lífi en ekki leiksoppur ytri aðstæðna.
Eins og aðrir dauðlegir menn tekst mér misjafnlega vel upp með að temja mér það góða sem ég þrái. Fell stundum í þá gryfju að verða neikvæður, leiksoppur aðstæðna, fórnarlamb illra afla sem rekja má til vondra manna, þá verður veröldin táradalur. Ég á bágt af því að þessi eða hinn skilur mig ekki, tekur ekki tillit til mín eða vinnur jafnvel gegn mér. Þá gleymist mér að ég er í hópi þeirra heppnustu þegar horft er til heimsins alls, gleymi að ég get alltaf ráðið viðbrögðum mínum við aðstæðum þótt ég geti ekki ráðið sjálfum aðstæðunum.
Oftar tekst mér þó að vera þakklátur fyrir allt það góða sem heimurinn færir mér, tekst að stjórna hugsanagangi mínum og snúa frá villu volæðisins og sjá hið jákvæða eða spaugilega og einbeita mér að því sem ég ræð við, verða virkur og beina huganum á rétta braut. Sem betur fer lang oftast.
Þessu bloggi er ekki ætlað neitt sérstakt hlutverk annað en hugsanlega að gefa etv. einhverjum hlutdeild í þeim hugsunum sem rata hingað. Þær eru á mína ábyrgð en hvernig þær virka á þig er alfarið á þína eigin ábyrgð.
Um bloggið
Íhugun JBH
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.