Speki Búddista

Rifrildi

Viljirðu kynnast fortíðinni skaltu líta á núverandi aðstæður þínar. Viljirðu þekkja framtíðina skaltu líta á gjörðir þínar í dag.

Hafðu hugann opinn og líf þitt verður auðveldara. Sé matskeið af salti sett í vatnsglas verður vatnið ódrekkandi. Sé matskeið af salti sett í stórt stöðuvatn finnst tæplega munurinn.

Þér verður ekki refsað fyrir reiði þína. Þér verður refsað af reiði þinni.

Menn hræðast eðlilega ógæfu og þrá velgengni. Við nána skoðun kemur í ljós að ólán er iðulega dulbúið happ og velgengni að sama skapi ógæfa. Hinn vitri lærir að taka öllu sem að höndum ber með jafnaðargeði, ofmetnast hvorki af velgengni né örvæntir yfir óhappi.

Við verðum það sem við hugsum.

Sársauki er óumflýjanlegur. Þjáning er val.

Heit sólin bræðir snjóinn; þegar reiðin birtist hverfur skynsemin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Íhugun JBH

Höfundur

Jón Baldvin Hannesson
Jón Baldvin Hannesson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband