HM sumar

Didier Drogba Fílabeinungur

Hmm, það er komið HM sumar og þá er tímabært að endurnýja sjónvarpið, alveg eins og síðast þegar var HM sumar. Veit ekki hvort þetta er skynsamlegt en alla vega er þetta skemmtilegt. 40" LCD Samsung gæðatæki með DVD skrifara og svona í leiðinni heimabíómagnari og 3 timbur Castle hátalar til viðbótar við þá tvo sem fyrir voru.

Úps, ég fæ hálfgerðan móral eftir svona geðveikisköst, sérstaklega af því ég er ekki fótbotafíkill svona dags daglega. Ég reyni bara að hugga mig við tæra myndina og geðveikan hljómburðin. Gerist ekki betra. Ég hlýt að vera búinn að "höndla hamingjuna" eins og við köllum það á mínu heimili.

Ég freistast til að halda með lítilmagnanum og vona að einhver minni lið komi á óvart og stríði þeim stóru, stirðu og hrokafullu. Þá er þetta fullkomið! Horfði á hrútlélega Englendinga ná í þrjú heppnisstig í dag. Vona að þeir grísist ekki til að komast áfram á svona leiðindum. Ég tala nú ekki um með hina hlutdrægu og slöppu Sýnarlýsendur í eyrunum. Sá fríska Fílabeinunga stríða einu af toppliðunum, Argentínu. Sá bara síðasta hlutann en það var gaman. Vona að komi fleiri svoleiðis frísk lið, full af krafti og skapandi skemmtilegheitum.

Áfram minni spámenn! áfram HM!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem betur fer er ekki HM á hverju ári. Það er alavega sá kostur við þetta að 2ja manna fjölskyldan þarf ekki að vera að horfa á sama sjónvarp. Ókosturinn er að ekki er nema einn afruglari. Það er spurning hvort ég ætti að höndla annan og þar með hamingjuna líka. Ja, maður spyr sig :-) Magga

Maggan þín (IP-tala skráð) 14.6.2006 kl. 09:38

2 identicon

allaveg en ekki alavega. MR :-(

Magga (IP-tala skráð) 14.6.2006 kl. 09:39

3 identicon

a

M (IP-tala skráð) 14.6.2006 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Íhugun JBH

Höfundur

Jón Baldvin Hannesson
Jón Baldvin Hannesson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband