23.5.2006 | 22:47
Silvíjúsjón
Allir hafa skoðun á Silviu, einnig ég. Margir eru mjög hrifnir og mörgum finnst hún ömurleg. Ég er nær seinni hópnum þótt ég fari ekkert á taugum yfir leikritinu.
Ég er voða feginn að Silvia komst ekki áfram í Evróvisjón. Skammaðist mín fyrir framkomuna sem fólst í að úthúða grískum þjónum eða svívirða aðra keppendur. Finnst að enginn eigi skilið hrós og velgengni fyrir frammistöðu sem byggist aðallega eða næstum eingöngu á því að ganga fram af fólki. Fara markvisst yfir strikið, siðferðilegu mörkin, félagslegu viðmiðin. Slíkt grín getur verið gott í hófi, stundum bráðfyndið, eins og sumt sem Silvian hefur leikið. Stöðug síbylja af því tagi er langt í frá fyndin, verður í besta falli pirrandi og heimskuleg.
Það getur verið fyndið að setja upp leikþátt þar sem alþingismenn eru í sandkassaleik. Slík sena hættir síðan að vera fyndin ef henni er haldið áfram í það endalausa, eða ef reynt er að fara með hana á þingfundi. Jafnvel þótt reynt sé að ganga sífellt lengra í skrípóinu. Steve Martin hættir að vera fyndinn ef hann kemst ekki út úr hlutverkinu og þú þarft að hlusta stöðugt á sömu fíflalætin, við upptökur og utan sviðs. Allt í lagi fyrst, en svo...
Ef ég myndi ætla að beita sömu tækni á Silviuliðið og það sjálft beitir myndi ég kannski segja: Þessi sjálfumglaða hóra sem liggur undir hverjum sem er, sko, er bara beiðandi bitch. Þessi fokking fyllibytta og fáviti sem ríður Páli Magnússyni til að fá undanþágu frá keppnisreglum er bara lúser og lágmenning. O.s.frv. o.s.frv.
Einhverjum kynni að þykja svona fyndið, jafnvel ótrúlega fyndið. En varla til lengdar. Ef ég vildi verða frægur fyrir svona orðfæri og sóðakjaft og hefði ekkert annað til brunns að bera þá myndi það duga skammt.
Mér finnst í raun afskaplega fyndið þegar aðstandendur og/eða aðdáendur kvarta yfir því að einhverjir skilji ekki "djókið." Það sem VAR fyndið var að gera grín að innantómri útlits- og frægðardýrkun. Þá var Silviuleikritið stundum fyndið. Nú hefur það ekkert góðlátlegt eða kvikindislegt grín að geyma lengur. Bara hreina og tæra ofnotkun á sama brandaranum og tilraunir til að ganga fram af öllum.
Ha, ha, ha, þarna kom örstutt sena sem var fyndin. Annars bara þreytt, þreytt, þreytt..., lágkúra, lágkúra, lágkúra..., aftur það sama, aftur það sama, aftur það sama...
Hitt er svo annað mál að þetta er bara mín skoðun og alger óþarfi að vera sammála mér varðandi skopskyn eða önnur smekksatriði. Það besta við mannkynið er að við erum ekki öll eins!
Um bloggið
Íhugun JBH
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.