21.2.2007 | 23:51
Hvar er snjórinn?
Ég vil fá snjó, gjarnan talsvert mikinn snjó og það sem fyrst. Hann þarf að vera mikill á Austurlandi, má vera eitthvað minni hér fyrir norðan. Ég bíð eftir því að komast í snjósleðaferð í Fljótsdalinn (suður af Lagarfljóti sunnan Egilsstaða) því í Jökulsá á Fljótsdal eru margir afskaplega fallegir fossar sem ég vil gjarnan skoða í vetrarbúningi.
Ég gekk tvisvar niður Fljótsdalinn í sumar, um 20 km. leið, og naut þess í botn enda er þetta svæði ótrúlega fallegt. Þessu svæði verður ekki sökkt eins og Jöklu og Kringilsárrana heldur verður áin þurrkuð upp og vatninu veitt í Kárahnjúkastíflu um göng frá Eyjabakkastíflu sem er í smíðum.
Sumir fossarnir í Fljótsdalnum eru á við fallegustu fossa landsins. Hér á myndinni er t.d. Kirkjufoss sem sumir telja jafnvel fegurri en Gullfoss. Hæðina á honum getið þið metið af Ásgeiri, vini mínum um 180 cm. háum, sem stendur efst vinstra megin við fossinn og virðist agnarsmár.
Beggja megin við fossinn standa bergrisar sem ekki sjást vel á þessari mynd. Þeir eru eins og útverðir fossins þótt líklega takist þeim ekki að halda í honum vatninu eftir næsta sumar.
Ég hef þegar gengið frá láni á snjósleða svo nú vantar bara snjóinn. Ég vona að hann komi. Þá mun ég eyða eins og einum degi í myndatökur á svæðinu. Birtutíminn nýtist betur en ef maður gengur allan dalinn og jafnvel hægt að fara fram og til baka milli sumra fossanna ef leita þarf eftir góðri birtu.
Ef þið eigið kost á því að komast á þetta svæði, t.d. næsta sumar, eða einhvern tíma áður en Landsvirkjun skrúfar fyrir, þá skora ég á ykkur að íhuga það alvarlega. Þið sæjuð ekki eftir því.
Um bloggið
Íhugun JBH
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sko Nonni minn. Nú snjóar þannig að þú ættir að geta verið glaður . Maggan þín
Magga (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.