Sárabót

Biggi í stuði

Ég er búinn að bíða lengi eftir alvöru snjókomu og frosti til að komast austur í Fljótsdal og skoða fossana í Jökulsánni í vetrarham. Það snjóaði smávegis um helgina en samt alls ekki nógu mikið, kom bara smá föl. Ég vonaði lengi að þetta myndi duga og útvegaði mér snjósleða og kerru og kom mér í startholurnar.  Loks hringdi ég í bónda í Fljótsdalnum til að fá staðfest að ekkert væri að vanbúnaði. 

En nei, þar var sáralítill snjór, rétt niður í miðjar hlíðar og í besta falli hægt að komast ofan frá Eyjabökkum og svona hálfa leiðina niður eftir dalnum, jafnvel ekki einu sinni svo langt. Þetta er sem sagt snjólétt svæði, svipað og Norðurárdalur vestan Öxnadalsheiðar, þar sem sjaldan festir snjó. Þá breyttist veðurspáin (veðrið) einnig þannig glufan sem hafði myndast til að mynda eitthvað þrátt fyrir allt lokaðist algjörlega.

En þar sem ég var kominn með snjósleða og kerru var um að gera að brúka út úr þeim tækjum. Biggi, tengdasonur, var drifinn úr málningargallanum (er hér 2-3 daga að mála eina íbúð) og brunað út á Grenivík og stefnan tekin upp Kaldbak.  En lítið lagðist fyrir kappana þegar á hólminn var komið. Biggi eyðilagði næstum á sér axlirnar við að reyna að toga/snúa sleðann í gang áður en við uppgötvuðum að lítill takki sem drepur á sleðanum hafði ekki verið togaður upp og því útilokað að ræsa hann. Að sjálfsögðu hafði ég ekki getað kippt í spottann enda með ónýta aðra öxlina. 

Brotnuðum við saman við þetta? Nei, ekki aldeilis. Við urðum himinlifandi þegar takkinn fór í réttar skorður og Hvúmm, sleðinn í gang með það sama. 

Komumst við þá upp á Kaldbak? Nei ekki aldeilis. Við komumst nokkur hundruð metra upp eftir gömlum vegi (sem skal farið eftir fyrsta spölinn til að skemma ekki trjárækt sem þarna er) sem hafði skafið í þannig að við vorum alltaf á hliðinni en ekki í láréttri stöðu. Sleðinn var þungur með okkur báða (þið megið geta hvers vegna!) og sökk í lausan snjóinn og barðist við að beygja eftir því sem við lögðum á hann. Tómt basl.

Veltum við sleðanum? Nei, en það munaði minnstu við þessar aðstæður og í nokkur skipti þurftum við að stíga af honum og spóla hann áfram eða afturábak (eltandi sleðann á hlaupum, með harmkvælum). Í eitt skipti fór Biggi lengst niður eftir og festi sig hvað eftir annað til að koma sleðanum aftur á rétta slóð.

Loks gáfumst við upp og komum okkur niður á jafnsléttu. Þar var aðeins meiri reisn yfir okkur. Biggi keyrði um allt og ég elti á bílnum með kerruna aftan í. Eftir að hafa ruslast gegnum þorpið og leikið okkur á túnum og meðfram veginum sunnan við það drifum við sleðann í kerruna og ókum upp í Víkurskarð. 

Þá fyrst byrjaði gamanið. Við skiptumst á um að aka um allt svæðið austan vegarins, ýmist upp í hlíðinni eða á sléttum köflum (kappakstursbrautum!) meðfram veginum. Þetta var "ÓGEÐSLEGA" gaman. Biggi brosti tvo hringi þegar hann dældi testosteroninu út í blóðið með gargandi vélina milli fótanna. Ég yngdist um nokkur ár líka. Við hættum ekki fyrr en skítaveðrið var að bresta á. Og þegar við ókum heim á leið máttum við þakka fyrir að kerran fór ekki á hliðina á leið niður Víkurskarðið og bíllinn á eftir henni, slíkur varð vindhraðinn.

En við erum sælir og sáttir og bíðum bara eftir næsta tækifæri til að leika okkur í einhverjum góðum strákaleik.  


Hvar er snjórinn?

Kirkjufoss í Jökulsá á FljótsdalÉg vil fá snjó, gjarnan talsvert mikinn snjó og það sem fyrst. Hann þarf að vera mikill á Austurlandi, má vera eitthvað minni hér fyrir norðan. Ég bíð eftir því að komast í snjósleðaferð í Fljótsdalinn (suður af Lagarfljóti sunnan Egilsstaða) því í Jökulsá á Fljótsdal eru margir afskaplega fallegir fossar sem ég vil gjarnan skoða í vetrarbúningi.

Ég gekk tvisvar niður Fljótsdalinn í sumar, um 20 km. leið, og naut þess í botn enda er þetta svæði ótrúlega fallegt. Þessu svæði verður ekki sökkt eins og Jöklu og Kringilsárrana heldur verður áin þurrkuð upp og vatninu veitt í Kárahnjúkastíflu um göng frá Eyjabakkastíflu sem er í smíðum.

Sumir fossarnir í Fljótsdalnum eru á við fallegustu fossa landsins. Hér á myndinni er t.d. Kirkjufoss sem sumir telja jafnvel fegurri en Gullfoss. Hæðina á honum getið þið metið af Ásgeiri, vini mínum um 180 cm. háum, sem stendur efst vinstra megin við fossinn og virðist agnarsmár. 

Beggja megin við fossinn standa bergrisar sem ekki sjást vel á þessari mynd. Þeir eru eins og útverðir fossins þótt líklega takist þeim ekki að halda í honum vatninu eftir næsta sumar.

Ég hef þegar gengið frá láni á snjósleða svo nú vantar bara snjóinn. Ég vona að hann komi. Þá mun ég eyða eins og einum degi í myndatökur á svæðinu. Birtutíminn nýtist betur en ef maður gengur allan dalinn og jafnvel hægt að fara fram og til baka milli sumra fossanna ef leita þarf eftir góðri birtu.

Ef þið eigið kost á því að komast á þetta svæði, t.d. næsta sumar, eða einhvern tíma áður en Landsvirkjun skrúfar fyrir, þá skora ég á ykkur að íhuga það alvarlega. Þið sæjuð ekki eftir því. 


Gleðilegt ár kæru vinir

Frost
Megi nýhafið ár verða ykkur öllum farsælt í leik og starfi.
Ég er ekki vanur að strengja áramótaheit og breyti ekki út af venjunni núna. Það hindrar mig þó ekki í að velta fyrir mér hver ég sé og hvert ég stefni. Það er alltaf til góðs, svo framarlega sem maður lætur slíkar pælingar ekki verða of íþyngjandi og fyrirferðamiklar.
Ég hef alltaf lesið dálítið af bókum um mannlega hegðun og hugsun. Sumar gætu flokkast undir "sjálfshjálparbækur" en aðrar eru skrifaðar af fræðimönnum í félagsvísindum og sálfræði. Sumar þessara bóka eru býsna góðar og vekja mann til umhugsunar. Aðrar eru fremur þunnar og skilja lítið eftir.
Núna er ég að lesa eina sem kannski má kalla þungaviktarbók. Hún er eftir, Jonathan Haidt, sálfræðikennara við Virginiaháskóla í Bandaríkjunum og heitir The Happiness Hypothesis. Bókin nálgast hamingjuhugtakið frá ýmsum hliðum, m.a. er fjallað um samspil líffræðilegra og félagssálfræðilegra þátta, sálfræðimeðferðir, íhugun og Búddisma, prozac og lyfjameðferðir við þunglyndi svo fátt eitt sé nefnt. Greint er frá ótal tilraunum til að kanna viðbrögð við ýmsum aðstæðum osfrv. Allt til að draga saman í heillega mynd hvernig við erum af Guði gerð. Stórskemmtilegar pælingar.
Kannski tíni ég seinna einhverja gullmola hingað inn en langar að segja ykkur núna hvaða líkingu Haidt notar sem rauðan þráð í gegnum skrif sín um skynsemi og tilfinningar. Tilfinningar eru upprunalega öflugri en skynsemin, þróuðust fyrr og eru fyrirferðarmeiri en skynsemin þegar kemur að ákvarðantöku. Haidt líkir þeim við fíl og skynseminni við stjórnanda fílsins, reiðmanninn, fílamanninn (sbr. hestamanninn). Það er hægt að læra misgóðar stjórnunaraðferðir og sumir verða býsna góðir fílamenn. EN þegar fíllinn verður t.d. reiður eða hræddur þá er nokk sama hvað einn lítill fílahirðir reynir, hann hefur enga möguleika á að stöðva fílinn eða taka stjórnina.
Þið hljótið öll að kannast við það að þegar tilfinningarnar eru í ójafnvægi þá nær skynsemin ekki yfirhöndinni. Ekki fyrr en um hægist og fíllinn róast aðeins.
Og þannig er það mín kæru að tilfinningar eru í raun ekkert ómerkilegri en skynsemin, má jafnvel segja að þær séu fíllinn sem skynsemin ferðast á. Sá sem skilur sjálfan sig og eðli sitt er betur í stakk búinn til að takast á við lífið. Betur fær um að verjast því að spilað sé með tilfinningar hans. Betri í að skilja á milli aðal- og aukaatriða. Fljótari að ná stjórn á erfiðum tilfinningum og aðstæðum.
Sem betur fer náum við þó seint fullkominni stjórn og verðum algjörlega útreiknanleg. Það yrðu vond örlög.
Megið þið læra betur á nýju ári að verða þær persónur sem þið viljið vera. Ég stefni að því að framkvæma ekki til að þóknast öðrum heldur til að verða sá sem ég vil verða. Ég vona að ég njóti betur, skilji fleira, gefi meira af mér og elski í enn meira mæli en hingað til.
Megi tilfinningar ykkar og skynsemi ná betra jafnvægi á nýju ári og færa ykkur nær því sem máli skiptir að ykkar mati.

Why aren`t they forgiving us?

Eftir morðárás Ísraela 7. nóv. 2006

By Shai & Dror
Ma`ariv
Nov. 9, 2006
Translated by Adam Keller .......

We are sorry about the killing of women, children and all innocent civilians. The government of Israel really apologizes from the depth of its heart. We did not intend it. We never intend it. Also on the previous occasion that it happened we did not intend it. Also on the occasion before the previous occasion. And also the next time that we will do it, you can be sure that it will be done completely unintentionally. We will not intend it, and we will apologize. From the depth of our hearts. .......

The apologizing we do intentionally, completely intentionally. .......

So, we really apologize. We hope you will find in your heart the nobility to forgive us. Do you forgive us? .......

No?.......

Why not? Really, why not? We really really apologize. We apologize for the killing of the children. And of the women. And for the dozens of wounded in the hospitals. And for those who will be left without arms or legs. And for the children left without parents and for the parents left without children. We apologize for all these things, from the depth of our hearts. Sorry, really sorry. What more do you want?.......

Do you forgive?.......

Oh, how difficult you are........

Sorry! Sorry! Well, we will not go on apologizing forever. Just forgive us, and that`s it. Sorry Sorry Sorry Sorry Sorry Sorry Sorry Sorry........

Is this enough? Can we continue on our way?.......

Still not forgiving?.......

Well, you know what? So, you don`t want to forgive us - okay, we don`t really need it. We have done our part. We did the killing, we did the apology. Now the ball is in your court. You are stubborn. You don`t know how to forgive. You have no compassion, somebody makes a mistake and you just pounce and take advantage of it. And to publish these photos all over the world, to let everybody see out mistake? Is this nice, to shame us like this? And we did apologize, we did apologize. We were O.K........

Know what? Our conscience is clear. We have apologized. As far as we are concerned, the case is closed. Do you want to go on being stuck on the same point? That`s your problem. We are moving on........

The next artillery shell is already on its way, followed by the next apology. And then one more shell and one more apology. That`s the way we are. Moral and considerate, killing and apologizing. Thanks, sorry for the killing and see you next time. .......

Heimild: http://www.flickr.com/photos/anomalous/297604701/


Pólitík og þjónustulund

Froskaspegill
Gaman þessa dagana að íhuga afstöðu þeirra sem leggja sig alla fram um að komast á lista hinna ýmsu stjórnmálaflokka og taka sæti á hinu háa Alþingi. Þessar atvinnuumsóknir eru mér eilíft undrunarefni, ekki síst vegna þess að þær kosta iðulega margar milljónir króna (þótt misjafnt sé eftir flokkum og kjördæmum), miklar fórnir í tíma og óendanlega mikla umræðu um eigið ágæti því alla jafna er það einstaklingsmunur sem höfðað er til en ekki skoðana-/áherslumunur. Og til hvers er leikurinn gerður? Hverju sækjast menn eftir? Ég hélt alltaf að þingmannsstarfið væri þjónusta við samborgarana og samfélagið, rétt eins og þátttaka í sveitarstjórnarmálum. Menn væru að leggja eitthvað af mörkum fyrir aðra. En ég hlýt að vera að misskilja eitthvað. Og svo sem ekki í fyrsta skipti. En Þráinn, vinur minn, Bertelsson gerði mér grein fyrir því hvað væri á ferðinni í grein í Fréttablaðinu á laugardaginn: "Ef þjóðin ætti að sækja sér næringu í þá froðu sem vellur upp úr stjórnmálamönnum á öndverðum kosningavetri þá þætti mönnum sem hungursneyð væri brostin á og hætt við að þorri kjósenda væri fallinn úr andlegri ófeiti löngu fyrir kosningar. Það er greinilegt að stjórnmálaflokkar sem í árdaga voru hugsaðar sem uppeldisstöðvar fyrir nýstárlegar og framsæknar hugmyndir eru staðnaðir og steinrunnir og hafa ummyndast í útungunarstöðvar fyrir framapotara. Þetta er alvarlegt mál. Þetta þyrftu fjölmiðlar að skoða - fyrir hönd fólksins í landinu sem á betra skilið en fitusnautt og sykurskert froðusnakk....gaman væri samt að fjölmiðlar gerðu eina og eina tilraun til að toga eitthvað af viti upp úr stjórnmálamönnum um markmið sem þeir stefna að og leiðir sem þeir vilja fara....Prófkjörsframbjóðendur um þessar mundir virðast hafa fengið viðvaranir um það frá auglýsingastofum að forðast eins og heitan eldinn að minnast á hugsjónir eða stefnumál. Af hverju að láta hanka sig á einhverju sem hægt er að deila um þegar maður getur náð hámarksárangri með merkingarlausu slagorðaglamri?...."Samstaða til sigurs!"..."Kraftur til framtíðar!"...Hver er á móti samstöðu? Hver er á móti krafti? En þessi ágætu orð segja mér ekki nokkurn skapaðan hlut um hvers megi vænta af þessum frambjóðendum ef þeir fá umboð frá almenningi - þá fá þeir óútfyllt umboð, umboð til að gera það sem þeim sjálfum sýnist. Þeir hafa engu lofað nema "krafti" og "samstöðu". Næringarsnautt slagorðasúpugutl. Nógu gott fyrir heimskan pöbulinn. Diet-pólitík." Og við þetta má síðan bæta spurningum um hver borgar brúsann. Eru menn í alvöru að greiða sjálfir milljónir króna fyrir þingsæti? Eða eru þeir skuldbundnir einhverjum öðrum sem greiða brúsann? Ekki eru þeir skuldbundnir skoðunum eða kjósendum, svo mikið er víst. Kannski hef ég bara vanmetið þjónustulund þeirra? Hver veit. Kannski eru þeir prinsar í álögum? Og þá borgar sig að prófa að kyssa þá.

Hvers vegna að blogga?

Hvað er eiginlega málið með blogg? Það virðast allir eiga bloggsíður þótt þeir séu misjafnlega iðnir við kolann.
Hvers vegna ætti maður að blogga, eða ekki að blogga?
Svör óskast.
Vegleg verðlaun fyrir besta svarið.

Jón er kominn heim!

Nonni með nýja makkann!

Fyrir nokkrum árum þurfti ég að hafa samband við Apple búðina á Íslandi vegna FileMaker forritsins sem ég var að vinna með. Þá barst í tal að ég hefði áður verið með Makka en hefði verið með PC tölvur undanfarin ár og ekki alltaf verið ánægður með þær. Sá sem afgreiddi mig sagði ósköp yfirvegað: "Þú kemur aftur heim!"

Og hann hafði rétt fyrir sér. Ég er kominn heim!

Eftir miklar þrengingar með litvinnslu ljósmynda og ómælda tímaeyðslu í að reyna að vinna mig útúr því gafst ég upp. Ég fór og keypti mér 24" iMac, með nýja duo örgjörvanum og 2 gig vinnsluminni. Ég er rétt að byrja að vinna í henni svo auðvitað á eftir að reyna almennilega á hana. En mér líst afskaplega vel á gripinn. Og pabbi, sem var í heimsókn um helgina, gat ekki á heilum sér tekið. Var alveg friðlaus því hann langaði svo í eins vél.

Fyrir það fyrsta, og það sem allra mestu máli skiptir, þvílíkur skjár, þvílíkir litir!! Stærðin er auðvitað eitt, 24" er dásamlegt vinnusvæði, en það er ekki síður allt hitt:

-öll hönnun innan sem utan sem vekur aðdáun

-stýrikerfið er þjált og þægilegt og laust við vírusa og krass

-vinnslan er hraðari og öruggari miðað við sömu stærðir (mb, gig...)

-tölvan og skjárinn eru eitt, þe. skjárinn er nokkurra sentimetra þykkur og þar í er allur vélbúnaður og diskadrif/skrifari líka

-hvít og falleg er hún á nettum fæti sem skjárinn veltur á eftir þörfum

-svo að segja hljóðlaus, sérstaklega miðað við hávaðabelginn sem ég hef verið með

-eina snúran úr henni er í rafmagnið, lyklaborð og mús eru þráðlaus

-fjarstýring fylgir fyrir notkun tónlistar og sjónvarps (keypti reyndar ekki sjónvarpskort strax)

-kaupa má veggfestingu til hengja hana á vegg og nota sem auka sjónvarp, td. í svefnherbergi, nú eða láta hana bara standa á sínum fæti á góðu borði!

-mörg samhæfð forrit gera þér kleift að vinna saman myndir, tónlist og texta og allt er frekar þjált og þægilegt í vinnslu;

og svona mætti áfram halda.

Í dag er ég glaður. Ég er kominn heim!


Um Jöklu, Kringilsá og Jökulsá á Fljótsdal

Við Töfrafoss

Við Magga fórum í helgarferð 26. og 27. ágúst með Augnabliki/Hálendisferðum á Kárahnjúkasvæðið, eða réttara sagt svæðið kringum Snæfell. Það orkaði sterkt á mann að ganga um lónstæðið, allt frá yfirborði við Töfrafoss og niður á yfir 100 metra dýpi, þegar mið er tekið af fyrirhuguðu vatnsborði. Fyrri daginn var gengið meðfram Kringilsá vestanverðri, að ármótum hennar og Jöklu (Jökulsá á Brú), síðan niður með  ánni, að Sauðá sem er mjög nálægt stóru stíflunni við Kárahnjúka. Seinni daginn voru gengnir um 20 kílómetrar meðfram Jökulsá á Fljótsdal, frá Eyjabakkastíflu og niður með fegurstu fossaröð landsins (og þótt víðar væri leitað). Með Eyjabakkastíflu verður vatninu hleypt í gegnum göng í lónið við Kárahnjúka og áin þurrkuð upp. Þá hverfa milli tuttugu og þrjátíu fossar, ótrúlega fjölbreyttir og hver öðrum tígulegri.

Það voru forréttindi að fá að skoða þetta svæði áður en því verður sökkt. Og það er sorglegt til þess að vita að við skulum ekki bera gæfu til að velja betri leiðir í framfarasókn okkar en að farga stórum hluta fallegra öræfa sem með hverjum deginum verða æ verðmætari sem slík.

Mér finnst alveg merkilegt hvað fáir svara staðhæfingum um að það séu nú bara tilfinningaleg rök sem beitt er af þeim sem gagnrýna verknaðinn. Landeyðendur telja að tilfinningarök séu veik og standist ekki röksemdir fjármagns og framfara sem séu hlutlæg vísindi. Þetta er tómt bull. Rök þeirra sem telja landið lítils virði byggjast ýmist á ótta eða græðgi, sem hvoru tveggja eru jafn "óraunsæjar" tilfinningar og náttúrverndarsinnar nota. Græðgin skýrir sig sjálf en óttinn getur verið margþættur. Líklegast að hann sé í þessu máli ýmist við að missa af eigin velmegun eða þjóðarinnar. Sá ótti er trúlega ástæðulaus eins og Andri Snær hefur svo snilldarlega sett fram í Draumalandinu. Auk þess sem áhöld eru uppi um arðsemi og atvinnusköpun sem ósköpunum fylgja. Virkjunarsinnar stjórnast ekkert síður af tilfinningum en náttúruverndarsinnar. Það eru bara aðrar tilfinningar sem fá forgang. Og þeir sem ekki hafa sterkar skoðanir í málinu eru hræddir af landeyðendum með því að ef við ekki virkjum verði atvinnuleysi og eymd yfirvofandi. Sem sagt spilað á tilfinningar manna frekar en að mál séu krufin til mergjar.

Ég læt hér fylgja nokkrar ljósmyndir úr gönguferðinni okkar en ræð ykkur eindregið til að skoða einnig stutt myndband sem Chris Lund hefur sett saman með eigin ljósmyndum og tónlist með Damien Rice. Það getur gefið ykkur góða mynd af því sem þarna er verið að farga. Slóðin að myndbandinu er: http://chris.is/blog/?page_id=276. Hafið vasaklút við hendina. Bendið síðan öðrum á myndbandið.

 


Fleiri myndir

Jörðin

earth_moon.jpg

Ef við reynum að hugsa jörðina og íbúa hennar aðeins eitt hundrað að tölu þá verður niðurstaðan þessi:

57 búa í Asíu, 21 í Evrópu, 14 í Ameríku (norður og suður) og 8 í Afríku.

52 eru konur og 48 karlar.

30 eru hvítir, 70 af öðrum litarhætti.

30 eru kristnir, 70 af öðrum trúarbrögðum.

6 eiga 59% allra auðæfa (allir frá USA), 80 eiga ekki viðunandi heimili, 50 þjást af næringarskorti, 70 eru ólæsir, 1 deyr, 2 fæðast, 1 á PC tölvu, 1 er háskólamenntaður.

Þessar tölur eru nokkurra ára gamlar og hafa kannski sumar breyst eitthvað örlítið en þegar hugsað er um jörðina í þessum hlutföllum virðist augljóst að þörf er fyrir breytingar, þörf fyrir samhug og skilning, menntun og útrýmingu misskiptingar.

Hafirðu vaknað frísk(ur) í dag ertu heppnari en sú milljón jarðarbúa sem ekki lifir af þessa viku. Hafirðu aldrei upplifað stríð, fangelsisvist, eða örvæntingu þeirra sem þjást af misþyrmingum eða sulti ertu heppnari en 500 milljónir manna. Getirðu sótt kirkju án hættu á að vera handtekinn eða jafnvel drepinn ertu heppnari en 3 milljarðar manna. Eigirðu mat í ísskápnum, föt að klæðast, þak yfir höfuðið og rúm að sofa í ertu ríkari en 75% allra jarðarbúa. Eigirðu pening í banka og smávegis í veskinu þá tilheyrirðu þeim 8% sem ríkastir eru. Lesirðu þessa hugleiðingu er blessun þín tvöföld því þú kannt að lesa og átt tölvu og tilheyrir litlum forréttindahópi jarðarbúa.

Vertu þakklát(ur) - það er grundvöllur hamingjunnar.


Takk Sigurrós

6556sigurros.jpg

Brugðum okkur á tónleika með Sigurrós í kvöld, föstudaginn 29. ágúst, undir Hraunstindum í Öxnadal. Mjög góð stemmning og mikill mannfjöldi, enda frítt inn. Mikil orka í gangi, bæði frá hljómsveit og náttúrunni sem fullkomnaði gjörninginn.

Ekki einungis leikur Sigurrós ljúfa tónlist heldur eru hljómsveitarmeðlimir lausir við hroka og merkilegheit þótt heimsfrægðin hafi sótt þá heim. Mættu margir af þeim læra hvað það varðar hjá okkar frægðarfíknu þjóð.

Takk fyrir gott boð og góða tónleika, Sigurrós.

ÞÚ GETUR SÉÐ FLEIRI MYNDIR MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA Á FYRIRSÖGNINA.


Fleiri myndir

Næsta síða »

Um bloggið

Íhugun JBH

Höfundur

Jón Baldvin Hannesson
Jón Baldvin Hannesson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband