Útlit eða innlit?

d_ljosmyndir_00myndiraphotonet_0947sverrirpallogtrausti.jpg

Auður býr í lífi og hugsun manns, ekki fjármunum og hlutum. Fátækt felst í lífi og hugsun manns, ekki í skorti á fjármunum og hlutum. - Eric Butterworth 

Þú getur ferðast um allan heim í leit að fegurð en berir þú hana ekki hið innra finnurðu hana aldrei. -Ralph Waldo Emerson

Sértu samferðamönnum sólargeisli kemstu ekki hjá því að njóta birtu og fegurðar sjálfur. -Sir James M. Barrie

Laun stritsins er ekki það sem maður fær heldur það sem maður verður. -John Ruskin

Bestu og fegurstu hluti heimsins sér enginn né snertir. Einungis hjartað fær skynjað þá. -Helen Keller


Fótósjoppuð fegurð

Afmyndaður

Útlitsviðmiðin sem yfirtekið hafa sjóntaugar okkar frá síðum Lífs og Dauða blaðanna og Frægðar og Fegurðar blaðanna eru afskræmd. Ekki er nóg með að langt innan við eitt prósent kvenna og karla hafi útlit sem er eitthvað nálægt þeim heldur þarf meira að segja að "fótósjoppa" þessi fáu prómill sem nothæf eru til ljósmyndunar svo mikið að þau verða óþekkjanleg. (Fyrir þá sem ekki þekkja þá er sögnin að fótósjoppa dregin af ljósmyndaforritinu Photoshop sem er notað til að vinna með ljósmyndir.)

Raunveruleikinn er horfinn út í veður og vind og löngun okkar til að vera samþykkt af sjóntaugum samferðamanna mögnuð upp í eftirsókn eftir því ófáanlega. Samkvæmt könnun hugsar ÞRIÐJUNGUR breskra kvenna ALLAN DAGINN um að útlit þeirra sé ekki nógu gott. Væri gaman að vita hvort kæmu svipaðar niðurstöður úr sambærilegri könnun hér á landi. Samkvæmt minni reynslu, sem líklega er ekki nógu víðtæk til að teljast marktæk, þá myndi ég halda að ástandið hér sé svipað. Ég læt liggja á milli hluta alhæfingar um fegurð íslenskra kvenna og/eða ófríðleika breskra.

Á venjulegri forsíðumynd á venjulegu tímariti er búið að breyta meira og minna öllu sem hægt er að lagfæra eitthvað í Photoshop. Ef þú ferð á slóðina:  http://demo.fb.se/e/girlpower/retouch/  geturðu skoðað eitt dæmi um svona vinnu. Smelltu á Retouch og skoðaðu þar hvað gert hefur verið lið fyrir lið við þessa forsíðustúlku Metropolitan. Átt hefur verið við augu, tennur, nef, kinnbein, kjálka, skugga, hár, bol, brjóst, mitti og lit á bol. Útaf fyrir sig er auðvitað snilld að geta gert þetta en spurningarnar sem vakna eru:

Hvaða áhrif hefur það á sjálfsmynd kvenna að horfa á þúsundir eða tugþúsundir slíkra mynda?

Er í góðu lagi að (ungar) stúlkur/konur alist upp við óraunhæf útlitsviðmið?

Almennt verð ég síðan að segja að mér finnst anorexíubeinagrindur sem sýna tískuföt í dag vera ótrúlega lausar við kynþokka og sumar allt að því ógeðslegar í útliti. Kannski er kenningin um hommahönnuðina sem þær eiga að höfða til rétt. Hvað um það, dýrkun fegurðar, fjármuna og frægðar er löngu komin út í öfgar.


Sannleikurinn?

Mávur

Most of us are here chasing after Buddhahood.
Yet Buddhahood is how you deal with your boss or your child,
your lover or your partner, whoever.
Our life is always absolute: that's all there is.
The truth is not somewhere else.

Joko


Á eyðieyju

Eddi ákveður loksins að fara í frí. Hann bókar sig á skemmtiferðaskip um Karíbahafið og skemmtir sér alveg konunglega, þar til að skipið sekkur og honum skolar upp á nálæga eyðieyju, með ekkert sér til aðstoðar. Ekkert annað fólk, engar birgðir, ekkert... bara bananar og kókoshnetur. Eftir um það bil fjóra mánuði, liggur hann á ströndinni að mygla úr leiðindum, þegar alveg gullfalleg kona kemur á árabát upp að ströndinni.
Hissa spyr hann: “Hvaðan komst þú? Og hvernig komst þú hingað?”
“Ég réri frá hinum enda eyjarinnar,” segir hún, “ég lenti þar þegar skemmtiferðaskipið sökk.”
“Magnað,” segir hann, “heppin varstu að finna þennan árabát óskemmdan.”
“Ó, þetta” segir hún. “Ég byggði hann bara úr efni sem ég fann á eyjunni. Árarnar eru úr gúmmítré. Ég fléttaði botn úr pálmatrágreinum, en hliðarnar og stefnið tálgaði ég út úr tröllatré.”
“En, það er ómögulegt,” stynur Eddi upp. “Þú hefur varla verið með nein verkfæri. Hvernig fórstu að?”
“Það var ekkert mál,” segir konan. “Á suðurhluta eyjunnar berst óvenjuleg bergtegund niður með ánni. Ég komst að því, að ef ég hitaði bergið upp í ákveðið hitastig í brennsluofni, þá bráðnaði það niður í mjög meðfæranlegan málm sem ég gat notað til að smíða ýmis verkfæri.”
Eddi er orðlaus.
“Róum yfir á minn helming eyjunnar,” segir hún. Eftir nokkrar mínútur af róðri, koma þau að lítilli bryggju. Þegar Eddi lítur upp eftir ströndinni, dettur hann nærri því úr bátnum. Frá bryggjunni er hellulagður gangstígur upp að fallegu einlyftu, bláu og hvítu einbýlishúsi. Á meðan konan bindur bátinn með heimavöfðum kaðli, gat Eddi ekki komið upp orði. Þegar þau ganga inn í húsið, segir konan ósköp hógvær:
“Þetta er nú svo sem ekki mikið, en ég er farin að kalla það heimili. Sestu, má ekki bjóða þér drykk?”

“Nei, nei.. takk samt,” segir hann vandræðalega. “Get ekki hugsað mér að drekka meiri kókosmjólk í dag.

“Þetta er ekki kókosmjólk,” segir konan, “má ekki bjóða þér Pina Colada?”

Eddi reynir að fela hvað hann er gjörsamlega gáttaður og þiggur drykkinn. Þau setjast því næst niður og skiptast á sögum. Þegar farið er að svífa vel á þau af Pina Colada segir konan: “Ég ætla að bregða mér í eitthvað þægilegra. Viltu ekki skreppa í sturtu og raka þig? Það er rakvél í baðherbergisskápnum.” Eddi er hættur að spyrja, heldur fer bara beint inn á baðherbergið. Í skápnum er haganlega smíðuð rakvél, með skaft úr beini og á beinið er búið að koma fyrir flugbeittum skeljum, sem snúast fyrir tilstilli seguls inni í skaftinu.
“Vá,” stynur hann, “þessi kona er mögnuð! Hvað næst?” Þegar hann kemur niður aftur, tekur hún á móti honum í engu nema nærfötum saumuðum úr vínviðarblöðum, ilmandi af heimalöguðu ilmvatni sem minnir á ferskan sumarblæ.
“Segðu mér,” byrjar hún og færir sig ögrandi nær honum, “við höfum verið hérna í margar vikur. Ég er viss um að það er eitthvað sem þig langar virkilega að gera núna. Eitthvað sem þú hefur ekki getað gert lengi... þú veist...” Hún starir æsandi í augu hans. Hann trúir ekki því sem hann er að heyra:
“Þú meinar...,” hann kyngir spenntur, “að ég geti bloggað hérna?!”

Hrafnadaður

Jákvæð eða neikvæð sjálfsmynd II

d_canon20d2006_0minnkadavefinn_teikning-sjalfsmynd-neikvae.jpg

Í megindráttum erum við í sífelldri togstreitu mill tveggja póla. Sumir festast nálægt öðrum þeirra og í vinnubrögðum og viðmóti þeirra endurspeglast viðhorf sem eru ýmist jákvæð eða neikvæð.

Þekkið þið ekki einhvern sem er oft á neikvæðu nótunum? Viðkomandi finnur flest að hjá öðrum en horfir sjaldan í eigin barm, horfir til fortíðar (stundum nútíðar) og skammast yfir því að hlutirnir séu ekki nógu góðir. EF þessi eða hinn hefði nú gert eitthvað öðru vísi eða betur, ÞÁ væri nú allt miklu betra. Bara að maður hefði betri yfirmann eða starfsfélaga, ætti betri maka, væri betur launaður EÐA bara eitthvað...

Þegar þeim er bent á eitthvað jákvætt þá er svarið kannski: Jú, jú, það er svo sem gott og blessað EN.... og svo kemur langur rökstuðningur fyrir fýlunni og neikvæðninni.

Ásakanir, kvartanir, nöldur og neikvæðni. Aldrei neitt nógu gott. Ekki horft til framtíðar, ekki virk afstaða eða öxluð ábyrgð.

Ef maður þekkir einhvern sem er fastur í þessum hugsunarhætti er líklega eina lausnin að hætta að umgangast viðkomandi, nema kannski í neyð. Þetta eru orkusugur sem draga úr manni lífsgleði og þrótt. Svarthol sem maður týnist í, getur ekki komist úr og fær sjaldnast breytt.


Jákvæð eða neikvæð sjáfsmynd I

d_canon20d2006_0minnkadavefinn_teikning-sjalfsmynd-jakvaed.jpg

Í megindráttum erum við í sífelldri togstreitu mill tveggja póla. Sumir festast nálægt öðrum þeirra og í vinnubrögðum og viðmóti þeirra endurspeglast viðhorf sem eru ýmist jákvæð eða neikvæð.

Þekkið þið ekki einhvern sem er bjartsýnn og lífsglaður? Viðkomandi trúir á möguleika sína og þótt aðstæður geti verið erfiðar þá lítur hann til þess sem hann fær ráðið við og er virkur. Gæti kannski haft yfir textann í gamla jafnréttissöngnum: Já, ég þori, get og vil.

Jákvæðni og kraftur einkenna slíka einstaklinga. Þeir fyrirgefa öðrum þótt þeir geri einhver mistök en festast ekki í ásökunum og kvörtunum. Þeir horfa til framtíðar og hafa markmið og sýn á það hvert þeir eru að fara, eru ekki bara leiksoppar aðstæðna.

Þekkið þið einhvern sem er fastur í þessum hugsunarhætti? Verið sem oftast nálægt honum/henni og njótið orkunnar og lífsgleðinnar sem smitar til ykkar.


MURPHY'S LAW

Svört fegurð

Ekkert er eins auðvelt og það virðist vera. Allt tekur lengri tíma en þú heldur. Allt sem getur farið úrskeiðis fer úrskeiðis.

Það er útilokað að gera eitthvað imbahelt því imbar eru svo uppáfindingasamir. Allar lausnir fæða af sér ný vandamál. Varmafræði: Hlutir versna þegar þrýstingur eykst.

Heimspeki: Brostu%u2026 á morgun verður ástandið verra.

Tækni:

Skynsemi er kerfisbundin aðferð við að komast að rangri niðurstöðu og treysta henni.

Þegar eitthvað virðist vera algjörlega á hreinu finnur einhver álfur nýjan flöt á því.

Tækniheiminum er stjórnað af þeim sem stjórna því sem er þeim óskiljanlegt.

Segðu manni að í heiminum séu meira en 300 milljarðar stjarna og hann trúir þér. Segðu honum að bekkurinn sé nýmálaður og hann verður að snerta hann til að trúa þér.

Allt fer vel sem endar.

Fyrsta goðsögnin um stjórnun er að hún sé til.

Tölvur eru óáreiðanlegar en manneskjur eru enn óáreiðanlegri. Öll kerfi sem treysta á áreiðanleika mannsins eru óáreiðanleg.

Ást:

Enginn sem eitthvað er varið í er á lausu.

Því yndislegri sem einhver er því lengra í burtu er hann/hún.

Heili x Fegurð x Auðfáanleiki = Fasti

Hversu mikið þú elskar einhvern er í öfugu hlutfalli við hve mikið hann elskar þig.

Þú getur ekki keypt ást með peningum en þeir koma þér í góða samningsaðstöðu.

Allt hið besta í heiminum er ókeypis %u2013 og hverrar krónu virði.

Ef það virðist of gott til að vera satt, þá er það þannig.

Kynlíf tekur lítinn tíma en skapar mikinn vanda.

Þegar kona tekur að skilja manninn hættir hún venjulega að hlusta á hann.

Eiginleikarnir sem kona laðast að hjá manni eru þeir sömu og þolir ekki fáeinum árum síðar.

 Kynlíf er arfgengt. Ef foreldrar þínir stunduðu það ekki eru allar líkur á að þú munir heldur ekki gera það.

Áður en þú nærð í fagran prins þarftu að kyssa ótal froska.

Elskaðu náungann en láttu ekki ná þér.

Maður getur verið hamingjusamur með konu, svo framarlega sem hann elskar hana ekki.

 Brostu, það fær fólk til að íhuga hvað þú sért eiginlega að hugsa.

Gangið aldrei til hvílu reið, vakið og haldið áfram að rífast.

Ást er blekking sem gengur útá að ein kona sé annarri ólík.


Fleiri myndir

Hlátur

Jökull
Hlátur er höggdeyfir fyrir götu lífsins. Ók. höf.
Hlátur er stysta vegalengdin milli tveggja mannvera. Victor Borge

Blúsinn og hinn eilífi tvöfaldleiki lífsins.

2995hlatrartrio.jpg
Er blúsinn músík depurðar eða gleði? Glefsur úr viðtali við Halldór Bragason í tímariti Mbl. 9. apríl 2006.
Kristján fjallaskáld var auðvitað ekkert annað en blúsari. "Yfir kaldan eyðisandm einn um nótt ég sveima, nú er horfið Norðurland, nú á ég hvergi heima." Þetta er hreinræktaður blús.
Við getum fundið upp nýjan stjörnusjónauka þar sem við sjáum til endimarka veraldar en maðurinn sem horfir í hann er með sömu tilfinningar og fyrir tvö þúsund árum, þegar Rómarveldi var og hét. Þótt umgjörðin sé önnur hafa tilfinningar mannanna ekkert breyst.... Hraðinn er svo mikill í nútímanum að það hefur ekki nokkur maður tíma til að staldra við og hlusta á vindinn. Það þarf átak til að vera í tengslum við sjálfan sig. Þegar við áttum okkur á staðreyndum getum við hlegið að þeim og verðum frjáls í leiðinni. Þess vegna er blúsinn múskík hamingjunnar.... (og svo eftir umfjöllun um áfall vegna sonarmissis)...Það er merkilegt hvað mannskepnan getur risið hátt - verið nánast eins og guðleg vera - og hvað hún getur lagst lágt. Það er hinn eilífi tvöfaldleiki lífsins. Ég reyni að staðsetja mig í miðjunni og horfa til beggja átta. Hið góð og hið jákvæða er mér þó jafnan ofar í huga. Það er val að vera jákvæður og koma auga á möguleikana. Það val er ég að reyna að iðka núna. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir þessu vali. Maður getur valið kvölina og eymdina en líka gleðina og jákvæðnina. Mín tilfinning er sú að að ljóstíran sé alltaf til staðar. Húmorinn er manninum líka nauðsynlegur. Ef þú horfir bara á okkur, mannkynið, þá blasir við að Guð hlýtur að vera mikill húmoristi....Ég hef komist að sömu niðurstöðu og John Lennon: Kærleikurinn er það eina sem skiptir máli. "All you need is love"
(Svo mörg voru þau orð.)
Er eitthvert okkar laust við glímuna við hinn eilífa tvöfaldleika lífsins - togstreituna milli hins góða og hins vonda innra með okkur - togstreituna milli gleðinnar og depurðarinnar? Við Magga eigum 13 ára brúðkaupsafmæli í dag. Þegar ég hugsa til baka verð ég stundum smeikur um að kærleikurinn og gleðin hljóti að taka enda, skammturinn sé búinn. Eitthvað hjálpar okkur að njóta og vera þakklát. Er mögulegt að við getum valið þetta áfram? Er það í samræmi við staðalímyndina að hjón á sextugs aldri segi hverju öðru oft á dag að þau elski hvort annað? Eða hlæi að vitleysunni sem fylgir þeim sjálfum og öðrum? '''Lukkan lét okkur í té álíka gálgahúmor og galsaskap, húmor sem hjálpar til við að takast á við tvöfaldleika lífsins. Þökk sé henni.

Being British

1962tattoveradur_graskeggja.jpg

Being British is about driving in a German car to an Irish pub for a Belgian beer, then travelling home, grabbing an Indian curry or a Turkish kebab on the way, to sit on Swedish furniture and watch American shows on a Japanese TV.___
And the most British thing of all? Suspicion of anything foreign.___

Oh and......___

-Only in Britain... can a pizza get to your house faster than an ambulance.___
-Only in Britain... do supermarkets make sick people walk all the way to the back of the shop to get their prescriptions while healthy people can buy cigarettes at the front.___
-Only in Britain... do people order double cheeseburgers, large fries and a DIET coke.____
-Only in Britain... do banks leave both doors open and chain the pens to the counters. ____
-Only in Britain... do we leave cars worth thousands of pounds on the drive and lock our junk and cheap lawn mower in the garage. ___
-Only in Britain... do we use answering machines to screen calls and then have call waiting so we won't miss a call from someone we didn't want to talk to in the first place. ___
-Only in Britain... are there disabled parking places in front of a skating rink. ___
NOT TO MENTION... ___

3 Brits die each year testing if a 9v battery works on their tongue. ___

142 Brits were injured in 1999 by not removing all pins from new shirts. ___

58 Brits are injured each year by using sharp knives instead of screwdrivers.___

31 Brits have died since 1996 by watering their Christmas tree while the fairy lights were plugged in. ___

19 Brits have died in the last 3 years believing that Christmas decorations were chocolate. ___

British Hospitals reported 4 broken arms last year after cracker pulling accidents. ___

101 people since 1999 have had broken parts of plastic toys pulled out of the soles of their feet. ___

18 Brits had serious burns in 2000 trying on a new jumper with a lit cigarette in their mouth. ___

A massive 543 Brits were admitted to A&E in the last two years after opening bottles of beer with their teeth. ___

5 Brits were injured last year in accidents involving out of Control Scalextric cars. ___
and finally......... ___

In 2000 eight Brits cracked their skull whilst throwing up into the toilet. ___

Good old Great Britain ,you must love it!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Íhugun JBH

Höfundur

Jón Baldvin Hannesson
Jón Baldvin Hannesson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband